Skýin eru skuggar

ljóðaúrval

Forsíða bókarinnar

Nóbelsskáldið Jon Fosse byrjaði snemma að yrkja og hefur alla tíð haldið því áfram. Enda þótt prósaverkin og leikritin beri jafnan hæst er ljóðlistin mikilvægur hluti af höfundarverkinu í heild. Þetta ljóðaúrval spannar fjóra áratugi á ferli skáldsins og veitir góða innsýn í þá veröld sem verk hans spretta úr.

Jon Fosse byrjaði snemma að yrkja, að sögn fyrir fermingu, og eitt af því fyrsta sem hann setti á blað var ljóð um hafið, dauðann og ástina. Síðan hefur hann orðið einn af mikilvægustu rithöfundum samtímans og hlaut Bókmenntaverðlaun Nóbels árið 2023. Á íslensku hafa komið út sex prósaverk eftir hann, en hér birtist gott úrval ljóða í þýðingu Aðalsteins Ásbergs Sigurðssonar sem hefur þýtt ljóð margra og ólíkra skálda, en einnig unnið ötullega um árabil að útgáfu verka Fosse á íslensku.