Slóð sporðdrekans
Hörkuspennandi saga um örvæntingarfullan föður á framandi slóðum, sex byssukúlur og úlfa í sauðargærum. Slóð sporðdrekans er æsispennandi, ógnarhröð og heldur lesandanum í algerri óvissu til söguloka.
Versta martröð dr. Gabríels Tuma Hreinssonar verður að veruleika þegar börnin hans hverfa sporlaust í fjölskyldufríi í Kosta Ríka. Hann sannfærist um að þau hafi verið numin á brott en lögreglan telur að þau hafi aðeins strokið og séu skammt undan. Gabríel verður því sjálfur að elta mannræningjana uppi.
Hann veit ekki af hverju börnunum var rænt eða hver var að verki en hann gerir hvað sem það kostar til að endurheimta þau. Það er það eina sem skiptir máli – en hve langt má ganga til að vernda börnin sín?
Frá höfundi Stóra bróður og Mannsins frá São Paulo.
„Latínó-hjarta mitt sló ört í gegnum þessa þéttspennandi þeysireið Skúla Sigurðssonar. Frábær spennusaga“
Lilja Sigurðardóttir rithöfundur