Smáralindar-Móri
Vinirnir Flóki og Patti laumast inn á lokað byggingarsvæði þar sem risastór verslunarmiðstöð er að rísa. Skyndilega hverfur Patti og eftir það verður ekkert eins og áður. Ári síðar er Lotta með vinkonum sínum í Smáralind þegar hún tekur á rás og hverfur. Smáralindar-Móri er mergjuð saga fyrir lesendur sem kjósa spennu og dálítinn óhugnað!