Sofðu rótt
Tvær fjögurra ára gamlar stúlkur hverfa sama daginn. Núna eru nöfn þeirra á tveimur leiðum í sama kirkjugarðinum. En hvorugt barnið er þó í kistunum undir niðri.
Lögregluforinginn Ewert Grens og lögreglunjósnarinn Piet Hoffman þurfa að skyggnast inn í myrkustu kima veraldar þar sem grimmilegar hættur leynast við hvert skref til.
Sænskur háspennutryllir af bestu gerð eftir höfund Þriggja mínútna og Hún á afmæli í dag.
„Djöfullega spennandi ... Sofðu rótt hélt mér vakandi alla nóttina, ég gat ekki hætt að lesa fyrr en ég hafði klárað bókina.“– Expressen
„Rétt eina ferðina hefur Anders Roslund sýnt og sannað að hann er einn allra besti höfundur norrænu glæpasögunnar og sá sem ristir siðferðilega dýpst.“ – Jyllands-Posten
„Ótrúlega spennandi ... bók sem ekki er hægt að leggja frá sér.“ – Svenska Dagbladet