Höfundur: Elín Guðmundsdóttir

Yfirbót

Morðin í Åre. Rétt fyrir páska finnst athafnakonan Charlotte Wretlind myrt á hrottalegan hátt í svítu sinni á fjallahóteli í Åre. Morðið vekur óhug á svæðinu. Fljótlega kemur í ljós að fórnarlambið hefur tengsl við frægt fjallahótel í Storlien, niðurnítt skíðasvæði sem einu sinni naut mikilla vinsælda.

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Beinaslóð Johan Theorin Ugla Maður nokkur leggur blómsveig á yfirgefna strönd á Ölandi. Stuttu síðar deyr hann við grunsamlegar aðstæður. Þegar lögregluforinginn Tilda lyftir upp blómsveignum koma í ljós jarðneskar leifar manns sem síðast sást á lífi með frænda Tildu, gamla skútuskipstjóranum Gerlof Davidsson.
Sofðu rótt Anders Roslund Ugla Tvær fjögurra ára gamlar stúlkur hverfa sama daginn. Núna eru nöfn þeirra á tveimur leiðum í sama kirkjugarðinum. En hvorugt barnið er þó í kistunum undir niðri. Lögregluforinginn Ewert Grens og lögreglunjósnarinn Piet Hoffman þurfa að skyggnast inn í myrkustu kima veraldar þar sem grimmilegar hættur leynast við hvert skref til.
Yfirbót Viveca Sten Ugla Morðin í Åre. Rétt fyrir páska finnst athafnakonan Charlotte Wretlind myrt á hrottalegan hátt í svítu sinni á fjallahóteli í Åre. Morðið vekur óhug á svæðinu. Fljótlega kemur í ljós að fórnarlambið hefur tengsl við frægt fjallahótel í Storlien, niðurnítt skíðasvæði sem einu sinni naut mikilla vinsælda.
Þegar allar klukkur stöðvast Ninni Schulman Ugla Þegar frumsýning stendur fyrir dyrum á leikriti í litlum sveitabæ hverfur einn leikaranna. Stuttu síðar síðar finnst hún drukknuð. Nokkru seinna finnst lík ungs manns sem líka fór með hlutverk í leikritinu. Bæði morðin eru óvenju níðingsleg og koma lögregluforingjunum Berglund og Wilander í Hagfors á óvart sem og blaðamanninum Magdalenu Hansson.