Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Sokkalabbarnir

Forsíða bókarinnar

Dag einn fer hvítur sokkur í þvottavélina og snýst þar, hring eftir hring, þar til hann þýtur inn í dularfulla og litríka ævintýraveröld. Í landi Sokkalabbana búa tilfinningaríkir sokkar í ýmsum litum. Með lestri bókarinnar læra börn að tala um og skilja hinar ýmsu tilfinningar, hvort sem þær eru erfiðar, skrítnar eða skemmtilegar.

Höfundar bókarinnar eru rit-og myndhöfundurinn Bergrún Íris Sævarsdóttir og leikarinn Þorvaldur Davíð Kristjánsson sem bæði hafa skarað fram úr, hvort á sínu sviði. Hér leiða þau saman hesta sína í gullfallegri sögu fyrir lítil börn með stórar tilfinningar.

Þessi bók er sú fyrsta í bókaflokknum um Sokkalabbana. Bækurnar verða hluti af stærri heimi, þ.m.t. sjónvarpsþáttum.