Spæjarahundurinn
Hvað eftir annað hefur Spæjarahundurinn aðstoðað lögregluna víða um heim við að leysa hin erfiðustu mál og koma þjófum og bófum á bak við lás og slá. Hann hefur oft komist í hann krappann en þó aldrei eins og nú. Hann þarf á öllu sínu að taka - og jafnvel meiru til - ef ekki á illa að fara. Ævintýrið um Spæjarahundinn er bæði skemmtilegt og spennandi og prýtt mögnuðum teikninum hins snjalla listamanns, Halldórs Baldurssonar.