Spæjarastofa Lalla og Maju
Bókasafnsráðgátan / Saffranráðgátan
Ráðgátubækurnar henta vel fyrir krakka sem vilja æfa lesturinn því letrið er stórt og setningarnar stuttar. Í Bókasafnsráðgátunni er verðmætum bókum stolið af bókasafninu, og í Saffranráðgátunni er jólabaksturinn í Víkurbæ í hættu þegar saffranbirgðir Súperkaupa hverfa sporlaust. Ríkulega myndskreyttar metsölubækur.