Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Spítalastelpan

Hversdagshetjan Vinsý

Forsíða bókarinnar

Spítalastelpan var hún kölluð stelpan sem veiktist af berklum í hrygg á Ströndum Norður og var fyrstu ár sín að mestu reyrð niður í rúm á Sjúkrahúsinu á Ísafirði. Hún byrjaði ekki að ganga fyrr en á sjöunda ári, sigldi heim þar sem faðir hennar var dáinn og móðirin búin að yfirgefa hana í huganum. En hún bjó yfir einstökum lífsþorsta og vongleði.

Uppvaxtarsaga Sigurvinu Guðmundu Samúelsdóttur, Vinsýjar eins og hún er alltaf kölluð, er í senn sársaukafull og þrungin von og gleði yfir því smáa – en um leið er hún afhjúpandi um samfélag síðustu aldar. Vinsý þurfti oft að bíta á jaxlinn – en upplifði einnig djúpa hamingju og gleði.