Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Vinkonur Strákamál 1: Besta sumarið

Forsíða bókarinnar

Jósefína fær loksins leyfi til að verja sumarfríinu hjá frænku sinni úti við sjóinn. Á morgnana á hún að vinna í íssjoppu og eftir hádegi lærir hún á brimbretti. Hún hefur sko engan tíma fyrir stráka og svoleiðis. En fyrsta daginn hittir hún Kris. Hann er rosalega sætur og hann kann að sörfa. Þetta virðist ætla að verða stórkostlegt sumar.

Þangað til hún er vöruð við að Kris sé kvennagull. Kemst hún hjá því að falla fyrir honum? Er hann í alvöru eins slæmur og sögurnar segja?

Emma

Stundum þarf að taka áhættu til að upplifa eitthvað stórkostlegt.

Jósefína

Á að hlusta á það sem aðrir segja eða fylgja hjartanu?

Amanda

Það er alveg hægt að falla fyrir einhverjum sem er mjög ólíkur manni. En enginn sagði að það væri auðvelt.

Besta sumarið er fyrsta bókin í seríunni Vinkonur – Strákamál, sem fjallar um fyrstu ástina og – kannski – fyrsta kossinn.