Vinkonur Strákamál 2: Hættuleg hrifning
Emma fer í karateæfingabúðir og þar hittir hún Óliver. Allar stelpurnar eru spenntar fyrir honum en samt líka svolítið smeykar því Óliver er alltaf að slást. Emma bjargar honum frá því að vera sendur heim með því að þykjast vera kærastan hans og í staðinn lofar Óliver að hjálpa henni að æfa sig. Þá sér Emma hliðar á honum sem aðrir þekkja ekki.
Af hverju er Óliver svona uppstökkur? Emma er alveg viss um að Óliver sé að fela eitthvað. Er hún tilbúin til að heyra sannleikann? Áður en hún nær að hugsa sig um er hjarta Emmu í hættu …
Emma
Stundum þarf að taka áhættu til að upplifa eitthvað stórkostlegt.
Jósefína
Á að hlusta á það sem aðrir segja eða fylgja hjartanu?
Amanda
Það er alveg hægt að falla fyrir einhverjum sem er mjög ólíkur manni. En enginn sagði að það væri auðvelt.
Hættuleg hrifning er önnur bókin í seríunni Vinkonur – Strákamál, sem fjallar um fyrstu ástina og – kannski – fyrsta kossinn.