Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Strand í gini gígsins

Surtseyjargosið og mannlífið í Eyjum

Forsíða bókarinnar

Sursteyjargosið sem hófst 14. nóvember 1963 hafði mikil áhrif á Vestmannaeyinga. Í þessari mögnuðu bók er brugðið upp einstakri mynd af mannlífinu í Eyjum á árum Surtseyjarelda og lýst ótrúlegum svaðilförum tengdum þeim sem fæstar hafa verið færðar í letur áður. Höfundur bókarinnar gæðir frásögnina lífi með fjörmiklum stílsmáta sínum.

Til dæmis þegar ungir Eyjamenn horfðust í augu við dauðann í Surtsey, Syrtlingi og Jólni þegar þeir stigu þar á land fyrstir Íslendinga. Eða þegar ofurhugar lögðu líf sitt í hættu í baráttunni fyrir því að Surtsey fengi nafnið Vesturey. Hrikalegust er sagan af því þegar skipverjar á Ágústu VE 350 börðust fyrir lífi sínu á gígbarmi Syrtlings þar sem báturinn vó salt meðan gosið stóð sem hæst.

Í bókinni rifjar Friðrik Ólafur Guðjónsson frá Landamótum upp minningar um fjölskrúðugt mannlíf í Vestmannaeyjum fyrri ára. Sagðar eru gamansögur af eftirminnilegum karakterum og lýsir átakanlegum sorgarstundum.

Höfundur bókarinnar, sagnamaðurinn Ásmundur Friðriksson alþingismaður, gæðir frásögnina lífi með fjörmiklum stílsmáta sínum.