Eddi í Hópsnesi
Edvard Júlíusson – Lífshlaup athafnamanns í Grindavík
Eddi í Hópsnesi er saga athafnamannsins og frumkvöðulsins Edvards Júlíussonar í Grindavík. Hann hóf sjómennsku fyrir fermingu og varð skipstjóri og umsvifamikill útgerðarmaður og fiskframleiðandi áður en hann stofnaði Bláa lónið sem tók á móti milljón ferðamönnum á ári við lok átján ára stjórnarformennsku hans.