Höfundur: Ásmundur Friðriksson

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Lífssaga Didda Frissa Kröftugur til sjós og lands Ásmundur Friðriksson Ugla Sigurður Friðriksson – öðru nafni Diddi Frissa – er þjóðsagnapersóna suður með sjó. Hann ólst upp við hermang og amerískar drossíur í Sandgerði og lét við það sitja að læra margföldunartöfluna í skóla. Á hverju ári var hann rekinn úr skólanum. Fáir höfðu trú á honum, enda lítill skilningur á lesblindu, ofvirkni og athyglisbresti á þeim árum.
Strand í gini gígsins Surtseyjargosið og mannlífið í Eyjum Ásmundur Friðriksson Ugla Sursteyjargosið sem hófst 14. nóvember 1963 hafði mikil áhrif á Vestmannaeyinga. Í þessari mögnuðu bók er brugðið upp einstakri mynd af mannlífinu í Eyjum á árum Surtseyjarelda og lýst ótrúlegum svaðilförum tengdum þeim sem fæstar hafa verið færðar í letur áður. Höfundur bókarinnar gæðir frásögnina lífi með fjörmiklum stílsmáta sínum.