Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Sveindís Jane: Saga af stelpu í fótbolta

Forsíða kápu bókarinnar

Sveindís Jane er nú í röð fremstu fótboltakvenna heims og lykilmanneskja í íslenska landsliðinu. Hún hafði þó meiri áhuga á að renna sér á hjólabretti en fótbolta þegar hún var að alast upp en dag einn barst henni bréf. Sagan af því þegar hún fann fótboltann og uppgötvaði að hún hljóp hraðar en hinir á vellinum er leiftrandi skemmtileg.