Höfundur: Sveindís Jane Jónsdóttir

Sveindís Jane: Saga af stelpu í landsliði

Sagan af Sveindísi Jane heldur áfram! Hún keppir nú með unglingalandsliðinu fyrir hönd Íslands. Baráttan er við erfiða mótherja fremstu liða heims. En það er ekki bara baráttan við mótherjana sem er erfið, það er ekki síður flókið að eiga við samherjana. Sumir þeirra haga sér meira að segja ansi undarlega eins og til dæmis hún Mæja pæja.

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Sveindís Jane: Saga af stelpu í fótbolta Sveindís Jane Jónsdóttir Loki Sveindís Jane er nú í röð fremstu fótboltakvenna heims og lykilmanneskja í íslenska landsliðinu. Hún hafði þó meiri áhuga á að renna sér á hjólabretti en fótbolta þegar hún var að alast upp en dag einn barst henni bréf. Sagan af því þegar hún fann fótboltann og uppgötvaði að hún hljóp hraðar en hinir á vellinum er leiftrandi skemmtileg.