Systu megin
Hárbeitt og meinfyndin skáldsaga um utangarðsfólk sem fær hér bæði rödd og ásýnd. Systa býr ein í kjallarakompu og dregur fram lífið með dósasöfnun, en þegar henni býðst aukið öryggi í skiptum fyrir frelsi er úr vöndu að ráða. Ærslafullur stíll Steinunnar Sigurðardóttur gefur verkum hennar einstakan blæ og nú bætist Systa í hóp ógleymanlegra persóna sem hún hefur skapað.