Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Þegar allar klukkur stöðvast

Forsíða bókarinnar

Þegar frumsýning stendur fyrir dyrum á leikriti í litlum sveitabæ hverfur einn leikaranna. Stuttu síðar síðar finnst hún drukknuð. Nokkru seinna finnst lík ungs manns sem líka fór með hlutverk í leikritinu.

Bæði morðin eru óvenju níðingsleg og koma lögregluforingjunum Berglund og Wilander í Hagfors á óvart sem og blaðamanninum Magdalenu Hansson.

Morðin virðast á margan hátt tengjast. En aðferðirnar eru ólíkar. Þó er ljóst að morðinginn er haldinn kvalalosta og líklegur til að svala honum aftur. Spurningin er bara: Hvernig, hvenær – og hvar.

Ninni Schulman starfaði við blaðamennsku áður en hún sló í gegn sem glæpasagnahöfundur í heimalandi sínu, Svíþjóð. Þegar allar klukkur stöðvast er sjálfstæð bók í hinni vinsælu Hagfors-seríu. Hún er fimmta bókin sem kemur út eftir Ninni Schulman á íslensku. Hinar eru Stúlkan með snjóinn í hárinu, Leyndarmálið okkar, Velkomin heim og Bara þú sem allar hafa fengið frábærar viðtökur íslenskra lesenda.

„Meðal bestu sænsku glæpasagnanna um þessar mundir ... Snjall höfundur sem missir aldrei tökin á spennunni.“

Dagens Nyheter

„Svo ótrúlega trúverðug!“

Borås tidning