Þegar kóngur kom
Litrík og spennandi söguleg skáldsaga sem gerist við fyrstu konungskomu til Íslands 1874. Ung stúlka finnst myrt á komudegi konungs og barn hennar er horfið. Rannsókn málsins verður að fara fram í kyrrþey svo ekki hljótist hneykslan af. Við sögu kemur fjöldi þjóðþekktra manna. Bókin hlaut Blóðdropann – verðlaun Hins íslenska glæpafélags árið 2010.
Helgi Ingólfsson (f. 1957), rithöfundur og menntaskólakennari, hefur skrifað um tug skáldsagna, auk ljóðabóka, smásagnasafns og annarra bóka. Meðal skáldsagna hans eru Letrað í vindinn – Samsærið sem hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 1994 og gamansagan Andsælis á auðnuhjólinu, en eftir þeirri bók var gerð kvikmyndin Jóhannes með Ladda í aðalhlutverki.