Höfundur: Helgi Ingólfsson

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Krafturinn í Núinu Leiðarvísir til andlegrar uppljómunar Eckhart Tolle Ugla Leiðarvísir til andlegrar uppljómunar. Engin bók af andlegum toga hefur vakið jafn mikla athygli á undanförnum árum. Höfundurinn glímdi lengi við kvíða og þunglyndi þar til dag einn að hann varð fyrir djúpstæðri reynslu sem færði honum frið og ævarandi sálarró. Síðan hefur hann miðlað þessari reynslu til fólks um víða veröld.
Veldi hinna illu Anthony Burgess Ugla Í þessari miklu skáldsögu segir frá útbreiðslu kristni í Rómaveldi á 1. öld þegar misvitrir og spilltir keisarar á borð við Tíberíus, Calígúla og Neró ríktu. Þetta er ein metnaðarfyllsta skáldsaga Anthonys Burgess og býr yfir öllum hans bestu höfundareinkennum – í senn fyndin og sorgleg, blíð og grimm, raunsæ og heimspekileg en umfram allt mannleg.
Þegar kóngur kom Helgi Ingólfsson Ugla Litrík og spennandi söguleg skáldsaga sem gerist við fyrstu konungskomu til Íslands 1874. Ung stúlka finnst myrt á komudegi konungs og barn hennar er horfið. Rannsókn málsins verður að fara fram í kyrrþey svo ekki hljótist hneykslan af. Við sögu kemur fjöldi þjóðþekktra manna. Bókin hlaut Blóðdropann – verðlaun Hins íslenska glæpafélags árið 2010.
Þriðja kver um kerskni og heimsósóma Helgi Ingólfsson Bókaútgáfan Sæmundur Í Þriðja kveri um kerskni og heimsósóma má finna gamanmál, þar sem mestmegnis er skopast að dægurþrasi líðandi stundar, en inni í millum leynist alvarlegra efn. Í ofanálag bætast nú enn á ný við nokkrar Barnasögur fyrir fullorðna, þar sem sagnaarfur barnabókmenntanna er skoðaður í spéspegli hins flókna nútíma.
Þýsk sálumessa Philip Kerr Bókaútgáfan Sæmundur Bernie Gunther berst við fláráða herforingja, laumunasista og kommúnista í rústum Evrópu rétt eftir seinna stríð. Einstakar sakamálasögur Philips Kerr hafa fyrir löngu öðlast heimsfrægð og birtast nú íslenskum lesendum í vönduðum þýðingum Helga Ingólfssonar rithöfundar.