Þjóðin og valdið
Fjölmiðlalögin og Icesave
Ólafur Ragnar hélt ítarlegar dagbækur í embætti forseta og skráði þar frásagnir af atburðum og samræðum við ráðherra og forystufólk, m.a. þegar deilt var um fjölmiðlalögin og Icesave. Í þeim síðari var efnahagslegt sjálfstæði og jafnvel fullveldi þjóðarinnar undir. Dagbækurnar veita óvænta sýn á þessa einstæðu atburðarás og lærdóma til framtíðar.