Saga Tímarit Sögufélags LIX: 1
Tímaritið Saga kemur út tvisvar á ári, vor og haust. Efni þess tengist sögu og menningu landsins í víðum skilningi. Ritrýndar greinar og viðhorf mynda stærstu efnisþætti tímaritsins. Í Sögu birtast einnig ritdómar og ritfregnir um nýjar bækur er varða sögu, einkum Íslandssögu, og annað efni af sagnfræðilegu tagi. Ómissandi öllum þeim sem hafa áhuga á sögu Íslands.