Útgefandi: Sögufélag

Ástand Íslands um 1700

Lífshættir í bændasamfélagi

Hvernig var að búa á Íslandi á tímum bændasamfélagsins, landi bænda og sjómanna, höfðingja og almúgamanna? Í bókinni er lýst lífsháttum Íslendinga í upphafi 18. aldar og fjallað um fjölskyldur og heimili; jarðir, byggðaskipan og búsvæði; lífskjör þjóðfélagsstétta; fátækt og ríkidæmi.

Með harðfisk og hangikjöt að heiman

Undirbúningur og þátttaka Íslands á Sumarólympíuleikunum í London árið 1948

Íslendingar sendu fjölmennan flokk á Ólympíuleikana í London árið 1948 þrátt fyrir gjaldeyrishöft á Íslandi og matarskort í Bretlandi. Með í för voru 100 kíló af íslenskum mat til að bregðast við aðstæðum. Fjallað er um undirbúninginn sem gekk ekki þrautalaust fyrir sig og þátttökuna á leikunum ásamt hinum ýmsu áskorunum sem fylgdu.

Nú blakta rauðir fánar

Saga kommúnista- og sósíalistahreyfingarinnar á Íslandi 1918–1968

Af hverju var kommúnistahreyfingin á Íslandi jafn öflug og raun ber vitni? Fjallað er um upphaf hennar og þróun frá 1918–1968 og hún skoðuð í ljósi íslenskrar þjóðfélagsþróunar og alþjóðlegra hugmyndastrauma. Sýnt er hvernig fámennum hópi kommúnista tókst að gera flokk sinn að fjöldahreyfingu jafnframt er valdabaráttu innan hennar gerð skil.

Saga

Tímarit Sögufélags LXII: 1 og 2, 2024

Tímaritið Saga kemur út tvisvar á ári, vor og haust. Efni þess tengist sögu og menningu landsins í víðum skilningi. Ritrýndar greinar og viðhorf mynda stærstu efnisþætti tímaritsins. Í Sögu birtast einnig ritdómar og ritfregnir um nýjar bækur er varða sögu, einkum Íslandssögu, og annað efni af sagnfræðilegum toga. Ómissandi öllu áhugafólki.