Tólf keisarar
Um árið 100 hóf Suetonius að skrifa sögu fyrstu keisara Rómaveldis. Í afar fjörugri og líflegri frásögn rekur hann afreksverk þeirra jafnt sem ótrúlega glæpi, samsæri, undirferli og yfirsjónir í rúminu í bland við orrustur, borðsiði og fjölskyldumál. Sería í 12 hlutum þar sem fjallað er um ótrúlega sögu keisaranna.
Í Tólf keisurum eru eftirfarandi bækur:
I – Caesar,
II – Ágústus,
III – Tiberius og Caligula,
IV – Claudius og Nero,
V – Galba, Otho og Vitellius,
VI – Vespasianus, Titus og Domitianus