Umbrot
Í mars 2021 lauk kyrrðartímabili á Reykjanesskaga sem varað hafði í nærri 800 ár er eldgos hófst í Geldingadölum. Sjónarspilið skammt frá fjölmennustu byggðum landsins dró að sér þúsundir sem hrifust af krafti og fegurð gossins. Höfundar draga upp einstæða mynd af þessum sögulega viðburði í máli og myndum. Einnig fáanleg á ensku.