Umfjöllun
Átta stórskemmtilegar og listilega stílaðar sögur úr fortíð og samtíð frá meistara smásögunnar. Þórarinn Eldjárn er fundvís á forvitnileg sjónarhorn og fjallar hér af glöggskyggni um fólk og furður fyrr og nú – og ljóstrar upp um ýmislegt sem legið hefur í þagnargildi. Sögupersónurnar eru eftirminnilegar, viðfangsefnin fjölbreytt og húmorinn aldrei langt undan.