100 kvæði
100 kvæða úrval eftir Þórarin Eldjárn, gefin út til að fagna því að hálf öld er liðin frá því Kvæði, fyrsta bók hans kom út 1974. Kristján Þórður Hrafnsson, skáld og þýðandi, valdi kvæðin.
100 kvæða úrval eftir Þórarin Eldjárn, gefin út til að fagna því að hálf öld er liðin frá því Kvæði, fyrsta bók hans kom út 1974. Kristján Þórður Hrafnsson, skáld og þýðandi, valdi kvæðin.
Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.
Titill | Höfundur | Útgefandi | Lýsing |
---|---|---|---|
Allt og sumt | Þórarinn Eldjárn | Gullbringa ehf. | Eitthundrað stökur og spökur. Athugasemdir, hugleiðingar, stemmningar um nokkurn veginn hvað sem er. Eða eins og segir í lokaerindi bókarinnar: Ég hef ort heitt og kalt um hátt og lágt – sprækt, hrumt. Ort hef ég um allt en þó mest um sumt. |
Greppibarnið | Julia Donaldson | Forlagið - Mál og menning | Greppiklóin er ekki búin að gleyma músinni ógurlegu sem gabbaði hana eitt sinn og því harðbannar hún Greppibarninu að fara inn í skóginn. En Greppibarnið óttast ekki neitt og eina dimma vetrarnótt læðist það frá mömmu sinni. Börn á öllum aldri fagna endurútgáfu Greppibarnsins, sérstaklega þau sem bæði eru hugdjörf og heimakær. |
Greppikló | Julia Donaldson | Forlagið - Mál og menning | Greppikló er ógurleg skepna með geiflugóm og gríðarlegar tær með klóm, og hún slafrar í sig slöngum, refum og uglum sem á vegi hennar verða. Eða það segir litla músin að minnsta kosti við dýrin sem hún hittir í skóginum. Bókin Greppikló hefur notið gífurlegra vinsælda hjá ungum lesendum um árabil, sérstaklega þeim sem óttast hið ókunna. |
Gælur, fælur og þvælur | Sigrún Eldjárn og Þórarinn Eldjárn | Forlagið - Vaka-Helgafell | Barnaljóðabækur Þórarins og Sigrúnar Eldjárn hafa glatt íslenska lesendur í meira en þrjá áratugi og margir eiga sitt eftirlætiskvæði úr þeim ríkulega vísnabrunni. Hér yrkir Þórarinn sextán skemmtileg kvæði um allt milli himins og jarðar en Sigrún skreytir þau með fjörlegum olíumálverkum. |
Hlustum frekar lágt | Þórarinn Eldjárn | Gullbringa ehf. | Þrjátíu og tvö áður óbirt háttbundin ljóð. Flest þeirra tvöföld eða þreföld í roðinu, þannig að í raun fylla þau næstum hundraðið. Hér er meðal annars fjallað um grímur og hornsíli, útfjólur og íslensku kerlinguna, fálka í fjósi og trójuhesta, hraðamet snigils og gildi þess að hlusta lágt, hjólbörur með vængi, tímareim sem fer og guð í augnhæðum. |
Kyrr kjör | Þórarinn Eldjárn | Gullbringa ehf. | Fyrsta skáldsaga Þórarins Eldjárns endurútgefin með nýjum eftirmála Bergsveins Birgissonar. Söguleg og þjóðsöguleg skáldsaga frá 1983 byggð á ævi kraftaskáldsins Guðmundar Bergþórssonar (1657-1705). Þrátt fyrir fátæktarbasl og erfiða líkamlega fötlun náði Guðmundur miklum áhrifum og vinsældum sem eitt afkastamesta rímnaskáld allra tíma. |
Rím og roms | Þórarinn Eldjárn og Sigrún Eldjárn | Forlagið - Mál og menning | Barnaljóðabækur Þórarins og Sigrúnar Eldjárn hafa glatt kynslóðir íslenskra barna. Þessi fallega bók geymir nýjar og skemmtilegar vísur um kaldar og heitar krumlur, heilagar kýr, kubba, tröll og margt, margt fleira. Hver opna er prýdd fjörugum myndum sem endalaust er hægt að skoða. Óskabók fyrir litla og stóra ljóðaorma. |
Skemmtilegt er myrkrið | Elín Gunnlaugsdóttir | Töfrahurð | Sjótta bókin í ritröð Töfrahurðar sem byggir á íslenskum þjóðsagnaarfi. Sígilt og fallega skreytt ævintýri sem flytur alla inn í heillandi og skemmtilegan heim þjóðsagna og ævintýra. Eða eins og galdrakarlinn í sögunni segir: Skemmtilegt er myrkrið! |
Tættir þættir | Þórarinn Eldjárn | Gullbringa ehf. | Þrjátíu og sjö áður óbirtir þættir sem fara úr einu í annað um hitt og þetta. Þar á meðal reynslusögur, minningar, athuganir, viðhorf, áhorf, sagnir og smælki. Auk þess nokkrar ferilskrár. Meðal efnis: Nytjadraumar, Snorralaug í Helgadal, Nokkrar Bessastaðasögur, Þrír Halldórar, Skakkur ansats, Hirðskáldið, Hirðfíflið, Kristmann og Ursus. |
Umfjöllun | Þórarinn Eldjárn | Forlagið - Vaka-Helgafell | Átta stórskemmtilegar og listilega stílaðar sögur úr fortíð og samtíð frá meistara smásögunnar. Þórarinn Eldjárn er fundvís á forvitnileg sjónarhorn og fjallar hér af glöggskyggni um fólk og furður fyrr og nú – og ljóstrar upp um ýmislegt sem legið hefur í þagnargildi. Sögupersónurnar eru eftirminnilegar, viðfa... |
Þegar Ída litla vildi gera skammarstrik | Astrid Lindgren | Forlagið - Mál og menning | Aldrei fær Ída litla að sitja í smíðaskemmunni og tálga því hún gerir sjaldnast neitt af sér. Þar til hún gerir svo svakalegt skammarstrik að meira að segja Emil bróður hennar bregður við. Hugljúf saga um uppátækjasöm börn og það óréttlæti heimsins sem þau verða stundum fyrir, nú í nýrri þýðingu Þórarins Eldjárns. |