Undir eplatrénu

Forsíða bókarinnar

Úrval ljóða eftir eitt helsta skáld Norðmanna á liðinni öld. Látlaus og hrífandi skáldskapur í einstaklega vönduðum íslenskum búningi Gyrðis Elíassonar, sem einnig ritar formála. Verk Hauges hafa ratað víða og hér eru saman komin mörg þeirra ljóða sem hafa borið hróður hans langt út fyrir heimaslóðirnar.

Olav H. Hauge (1908-1994) var eitt helsta ljóðskáld Norðmanna á liðinni öld og víst er að lesendum hans og aðdáendum hefur æ síðan farið fjölgandi, bæði í heimalandinu og annars staðar. Ljóð hans eru látlaus og hrífandi, þjóðleg og alþjóðleg í senn og fela oftar en ekki í sér einfalda en djúpsæja lífsspeki. Hauge var stundum kallaður garðyrkjumaðurinn frá Ulvik, en þar var hann á heimavelli og starfaði mestan hluta ævinnar við ræktun og ritstörf. Verk hans hafa ratað víða og verið þýdd og gefin út á fjölda tungumála.

Þetta úrval ljóða er að mestu leyti úr þremur síðustu bókum Hauges, þeim sem jafnan eru taldar vega þyngst á metunum þegar verk skáldsins eru skoðuð í heild.

Gyrðir Elíasson íslenskaði og ritaði formála