Úr sagnabrunni Hólmsteins Helgasonar
Hólmsteinn Helgason ólst upp á Langanesi en fluttist ungur til Raufarhafnar. Hann hóf fljótlega eigin útgerð frá Raufarhöfn sem hann rak til æviloka. Hólmsteinn tók snemma að skrifa ýmsar minningar frá æskuárum en einnig sögur og sagnir sem annars hefðu glatast. Í þessari bók er dregið saman megnið af skrifum Hólmsteins og þau fléttuð saman við æviferil hans.