Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Urta

Forsíða bókarinnar

Urta segir í fáum en áhrifamiklum orðum sögu af harðri lífsbaráttu á hjara veraldar. Gerður Kristný hefur lengi verið eitt ástsælasta skáld þjóðarinnar, enda hafa fáir viðlíka tök á blæbrigðum tungumálsins. Ljóðabálkar hennar hafa vakið aðdáun lesenda hér heima og víða erlendis og því sætir nýr slíkur ævinlega tíðindum.