Usli
Gjálífi, þrætur og þras
Ásmundur Gunnlaugsson fæddist 1789, lærði til prests og fékk síðan brauð á Siglufirði. Hann var drykkfelldur og átti í miklum erjum við sveitunga sína – oftar en ekki vegna þess að hann þótti mikill kvennaljómi og notfærði sér það. Hann missti embætti, hrökklaðist yfir í Skagafjörð, hélt þar uppteknum hætti og átti margbreytilegt líf og kostulegt.
Hér dregur Úlfar Þormóðsson upp eftirminnilega mynd af óvenjulegum manni og Íslandi fyrri tíma; daglegu lífi og aðstæðum fólks, ekki síst kvenna sem mjög áttu undir högg að sækja.
Úlfar fer sjaldnast troðnar slóðir í skrifum sínum. Hér sækir hann sér efnivið í annála og frásagnir sem hann fléttar inn í áhrifaríka sögu Ásmundar Gunnlaugssonar og samtíma hans.