Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Velkomin í sorgarklúbbinn

Forsíða bókarinnar

Bókin Velkomin í Sorgarklúbbinn veitir huggun, tengingu, von og hughreystingu öllum þeim sem hafa misst ástvin eða eru nánir einhverjum sem syrgir. Bókin nálgast af samúð og hreinskilni ýmsar hliðar sorgarinnar sem margir upplifa en lítið er rætt um hve margvíslegar og sveiflukenndar tilfinningarnar geta verið – depurð, reiði, sektarkennd, gleði;

Bókin Velkomin í Sorgarklúbbinn veitir huggun, tengingu, von og hughreystingu öllum þeim sem hafa misst ástvin eða eru nánir einhverjum sem syrgir. Bókin nálgast af samúð og hreinskilni ýmsar hliðar sorgarinnar sem margir upplifa en lítið er rætt um: hve margvíslegar og sveiflukenndar tilfinningarnar geta verið – depurð, reiði, sektarkennd, gleði; líkamleg áhrif sorgar og að sorg er ekki línuleg heldur breytist hún og mildast með tímanum.

Í bókinni er áréttað að í raun er engin rétt eða röng leið til að syrgja og hún fullvissar okkur um að það sem við finnum fyrir og kemur okkur á óvart eða virðist undarlegt er gjarnan algengt og margir tengja við. Þessi bók er félagi sem segir: Ég sé þig og skil. Hér talar einn syrgjandi við annan. Bókin minnir þig á að þú hefur leyfi til að syrgja eins lengi og þú þarft – og á hvern þann hátt sem þú þarft.

Höfundur bókarinnar, Janine Kwoh, notar stuttar greinar, myndskreytingar og hugmyndaríkar skýringarmyndir til að fjalla um það fjölbreytta safn tilfinninga og upplifunar sem sorg getur falið í sér. Afar fallega hönnuð og aðgengileg bók.