Við erum bara að reyna að hafa gaman
Hvers vegna er Doritos þjóðarsnakk Íslendinga? Hvað getum við lært um ást af kvikmyndinni Groundhog Day?Af hverju eigum við að varast drauma okkar? Og af hverju er svona erfitt að reyna að hafa gaman? Í þessari bráðskemmtilegu bók reynir Halldór Armand að svara þessum spurningum og fjölda annarra.
Hvað merkir það þegar íslensk fyrirtæki draga hinsegin fána að húni á meðan á heimsókn varaforseta Bandaríkjanna stendur? Hvers vegna er garðhúsgagnadeildin í IKEA á Íslandi svona stór?
Halldór Armand skrifar beittar greiningar á íslenskum samtíma og stjórnmálum og fjallar um fáránleika markaðsþjóðfélagsins þar sem fólk lætur gott af sér leiða með því að panta sér Dóminóspizzu og drekkur kók til styrktar flóttafólki. Þá segir hann óborganlegar sögur á borð við það þegar hann hitti Lin-Manuel Miranda í hádegismat og jafnframt af því þegar íslenskir lögreglumenn stoppuðu fjölskylduföður á þjóðveginum sem var bara „að reyna að hafa gaman“. Við erum bara að reyna að hafa gaman er sannkölluð þeysireið þar sem einn beittasti hugur sinnar kynslóðar tekst á við safaríkustu álitamál samtímans á Íslandi.