Höfundur: Halldór Armand Ásgeirsson

Mikilvægt rusl

Daginn sem forsætisráðherra Íslands biður Guð að blessa þjóðina finnur öskukallinn Gómur Barðdal afskorið mannsnef í ruslatunnu við glæsihýsi í Þingholtunum. Skömmu síðar er frændi hans, seinheppna skáldið Geir Norðann, ráðinn sem ljóðakennari inn á þetta sama heimili. Hver á þetta nef? Hvernig endaði það í ruslatunnu?

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Við erum bara að reyna að hafa gaman Halldór Armand Ásgeirsson Storytel Hvers vegna er Doritos þjóðarsnakk Íslendinga? Hvað getum við lært um ást af kvikmyndinni Groundhog Day?Af hverju eigum við að varast drauma okkar? Og af hverju er svona erfitt að reyna að hafa gaman? Í þessari bráðskemmtilegu bók reynir Halldór Armand að svara þessum spurningum og fjölda annarra.