Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Vísur og kvæði

Forsíða bókarinnar

Þórarinn Már Baldursson hefur lagt stund á hefðbundinn kveðskap frá ungaaldri og er vel kunnur meðal hagyrðinga landsins. Hér hefur hann safnað í bók vísum og kvæðum um allt milli himins og jarðar, ekki síst nútímabölið, náttúruna og sjálfan sig. Bráðskemmtileg bók fyrir alla vísnavini.