Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Vonin

Akkeri fyrir sálina

Forsíða bókarinnar

Í þessari bók má finna safn spakmæla um VONINA.

Vonin er eins og akkeri fyrir sálina, traust og öruggt. Hún veitir okkur kjark og þrótt í verkefnum hversdagsins.

Spakmælin koma úr ýmsum áttum og þau eru í ýmsu formi, eins og akkerismyndirnar framan á kápunni.

Akkerin eru öll eins á litinn, nema þrjú. Bleiki liturinn vísar í Bleikan október, blái liturinn vísar í Bláa naglann, og guli liturinn vísar í Gulan september. Vonin á ríkan þátt í þessum mikilvægu samfélagsverkefnum, að fólk hljóti bata og stuðning og eflist að styrk.

Þorvaldur Víðisson valdi og þýddi.