Yfirheyrslan yfir Ottó B

Forsíða bókarinnar

Sagan rekur þroskaferil ungs manns eins og hann birtist í svörum hans sjálfs fyrir rétti. Stúdentaóeirðir og ýmis örvæntingarfull viðbrögð æskufólks við stöðnuðu samfélagi sjöunda áratugar tuttugustu aldar mynda lítt sýnilegan bakgrunn frásagnarinnar. Þrátt fyrir alvöru málsins er lýsingin blönduð skopi og meinlegu háði

Glæpur og refsing skipta höfundinn litlu máli heldur er honum í mun að lýsa því hvernig ranglátt og staðnað samfélag hrindir greindu og heilbrigðu ungmenni út á ystu nöf.

Wolfgang Schiffer fæddist 1946 í Lobberich við neðanvert Rínarfljót en hefur lengst af búið í Köln. Hann er leikhúsfræðingur að mennt og stýrði í mörg ár leiklistardeild vesturþýska útvarpsins (WDR) í Köln.

Eftir Wolfgang hafa birst eftir ljóð, leikrit og sögur fyrir fullorðna og unglinga. Fyrsta skáldsaga hans, Die Befragung des Otto B., kom út 1974. Íslensk þýðing Franz Gíslasonar, Yfirheyrslan yfir Ottó B., kom út 1994 hjá Bókmenntafélaginu Hringskuggum og í rafbókarútgáfu 2024 hjá Ormstungu.

Allt frá því að hann heimsótti Ísland í fyrsta sinn árið 1982 hefur hann verið óþreytandi að kynna löndum sínum íslenska menningu, ekki síst íslenskar bókmenntir, og meðal annars átt frumkvæði að því að þýða og gefa út verk margra íslenskra nútímahöfunda.

Árið 1991 var Wolfgang Schiffer sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir framlag sitt til þýsk-íslenskra menningartengsla.