Höfundur: Anna Rún Frímannsdóttir

Dauðaþögn

Hrefna hefur starfað á lögmannsstofunni Skildi frá útskrift en þar sinnir hún aðallega þinglýsingum, skilnaðarpappírum og annarri skriffinnsku. Þegar morðmál dettur óvænt inn á borð hennar teygja þræðir málsins sig í ófyrirséðar áttir og Hrefna þarf að leggja allt í sölurnar til að fóta sig í nýju hlutverki. Er hún að storka örlögunum?