Fóstur
Lítil stúlka er send í fóstur til ókunnugs fólks og veit ekki hvenær hún fer aftur heim. Þótt hún þekki ekki fólkið upplifir hún hlýju og umhyggju sem hún hefur ekki áður kynnst og smám saman blómstrar hún í þeirra umsjá. En eitthvað er ósagt á snyrtilega sveitabænum og stúlkan lærir að oft fara sorg og sæla hönd í hönd.