Höfundur: Einar Kárason
Úr eldri árgöngum
Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.
Titill | Höfundur | Útgefandi | Lýsing |
---|---|---|---|
Heimsmeistari | Einar Kárason | Forlagið - Mál og menning | Í miðju köldu stríði öttu fulltrúar stórveldanna kappi um heimsmeistaratitil í skák í smáborginni Reykjavík. Sigurvegarinn ungi var sérvitur en eignaðist þó vinskap heimafólks sem löngu síðar bjargaði honum úr ógöngum. Knöpp og kynngimögnuð saga um snilling sem er ævifangi síns hrjúfa lundernis, listilega samin af sagnameistaranum Einari Kárasyni. |
Ísland – eins langt og augað eygir | Einar Kárason og Sigurður Steinþórsson | Forlagið | Í þessari bók má líta ægifagrar ljósmyndir Sigurgeirs Sigurjónssonar frá öllum landshlutum og lesa kafla sem Einar Kárason skrifar þar sem hann rekur af sinni alkunnu sagnalist þær Íslendingasögur sem gerast á viðkomandi stöðum. Fremst og aftast í bókinni eru greinar eftir Sigurð Steinþórsson jarðfræðing um Heklu og mótun landsins. |
Opið haf | Einar Kárason | Forlagið - Mál og menning | Mögnuð frásögn um ótrúlega mannraun. Fiskibát hvolfir úti á opnu hafi í vetrarmyrkri og brátt er aðeins einn sjómannanna eftir ofansjávar. Einn maður andspænis algeru ofurefli, bjargarlaus á óravíðu hafi. Í örvæntingu syndir hann af stað … Einar Kárason segir hér frá bráðum lífsháska og sterkum lífsvilja, og byggir verkið á sönnum atburði. |
Þung ský | Einar Kárason | Forlagið - Mál og menning | Kynngimögnuð saga um hrikalegt slys við ysta haf og örlagaríkan björgunarleiðangur. Drengur á afskekktum bæ sér hvar stór farþegaflugvél birtist út úr skýjaþykkni og flýgur hjá. Síðar sama dag fréttist að vélin sé týnd og fólk úr sveitinni heldur til leitar. Knöpp og sterk frásögn Einars er lauslega byggð á sönnum atburði, í ... |