Krydd lífsins
Krydd lífsins er safn tólf smásagna sem allar gerast í nútímanum í höfuðborgum Norðurlanda, allt frá Nuuk til Helsinki. Sögurnar, sem eru skrifaðar af innsæi, varpa ljósi á mannlegt eðli og eru í senn áleitnar, grátbroslegar, fyndnar og harmrænar. Sjaldnast er allt sem sýnist og hvaðeina getur umturnast eða afhjúpast í sviphendingu.