Höfundur: Erla E. Völudóttir

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Bítlarnir Hljómsveit verður til Mauri Kunnas Króníka Bráðfjörug saga heimsins frægustu hljómsveitar.
Hjartastopp 1 Alice Oseman Forlagið - JPV útgáfa Æðisleg myndasaga fyrir börn og unglinga sem hefur farið sigurför um heiminn. Charlie fellur fyrir Nick, skólafélaga sínum, þrátt fyrir að hann viti að Nick hafi engan áhuga á strákum. Þeir verða góðir vinir og þurfa að horfast í augu við tilfinningar sínar. Vinsælir sjónvarpsþættir á Netflix hafa verið gerðir eftir sögunni.
Hjartastopp 2 Alice Oseman Forlagið - JPV útgáfa Einlæg og snjöll myndasaga fyrir börn og unglinga sem hefur farið sigurför um heiminn. Eftir KOSSINN áttar Nick sig á því að hann er hrifinn af Charlie. En hann hefur líka verið skotinn í stelpum. Hvað þýðir það? Og þarf hann að segja öllum heiminum frá því hver hann er? Eða fær hann tíma til að átta sig á því sjálfur?
Hundagerðið Sofi Oksanen Forlagið - Mál og menning Úkraínsk kona sem býr við fátækt í Helsinki neyðist til að horfast í augu við sára fortíð sína. Í umrótinu sem fylgdi sjálfstæði heimalandsins eftir fall Sovétríkjanna reyndi hver að bjarga sér og konur seldu það eina sem þær höfðu að selja. Áhrifarík saga um spillingu og græðgi, þar sem stungið er á samfélagskýlum í beittri og vel byggðri frásögn.
Hver ruglaði pökkunum Múmínáflarnir: Mía litla Tove Jansson Ugla Mía litla útdeilir gjöfum til íbúa Múmíndals. En rata allir pakkarnir í réttar hendur? Ein af hinum sívinsælu myndabókum sem byggðar eru á sögum Tove Jansson.
Litirnir Múmínsnáðinn og Mía litla Tove Jansson Ugla Litagleði í Múmíndal! Í þessari bók hittum við fyrir Múmínsnáðann og Míu litlu, auk margra annarra kunnuglegra félaga, og lærum að nefna ýmsa fallega liti. Ein af hinum sívinsælu myndabókum sem byggðar eru á sögum Tove Jansson.
SKAM 3 Julie Andem Ugla Norsku sjónvarpsþættirnir SKAM slógu í gegn víða um lönd, meðal annars á Íslandi. Í þessari bók eru senur sem aldrei voru teknar upp og samtöl sem voru klippt burt ásamt athugasemdum og hugleiðingum Julie Andem. Þetta er handritið að þriðju þáttaröð Skam, nákvæmlega eins og það var skrifað.
SKAM 4. þáttaröð: Sana Julie Andem Ugla Í þessari bók eru senur sem aldrei voru teknar upp og samtöl sem voru klippt burt ásamt athugasemdum og hugleiðingum. Þetta er handritið að fjórðu þáttaröð Skam, nákvæmlega eins og það var skrifað.
Múmínálfarnir Snorkstelpan er dásamleg Tove Jansson Ugla Snorkstelpan er dásamlega indæl og nánast alltaf í sólskinsskapi. En stundum gerist það að Snorkstelpan reiðist og verður græn! Ein af hinum sívinsælu myndabókum sem byggðar eru á sögum Tove Jansson.