Íslensk heimspeki Fingraför spekinnar
Kaflar úr sögu íslenskrar heimspeki á miðöldum
Í bókinni er gerð tilraun til að nálgast þá hugmynd um heimspeki sem íslenskir lærdómsmenn kynnu að hafa aðhyllst á miðöldum. Einnig er athyglinni beint að heimspekilegum rökfærslum og siðfræðilegum hugtökum. Í lokin er gefið yfirlit um rannsóknir á siðfræði Íslendingasagna.