Tímanna safn
Kjörgripabók
Fjallað er í máli og myndum um kjörgripi sem varðveittir eru í Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni. Þeir endurspegla fjölbreytta safneign og er t.a.m. fjallað um bækur, handrit, einkaskjöl, tímarit og hljómplötur. Bókin er gefin út í tilefni af 30 ára afmæli Þjóðarbókhlöðu en 1994 sameinuðust Landsbókasafn og Háskólabókasafn undir einu þaki.