Höfundur: Hallgrímur Pétursson

Hvað verður fegra fundið?

Úrval kveðskapar sr. Hallgríms Péturssonar

Úrval þess fjölbreytta kveðskapar sem liggur eftir sr. Hallgrím Pétursson, helsta skáld 17. aldar á Íslandi. Hann er þekktastur fyrir Passíusálma sína en orti kvæði og sálma af öllu tagi. Hér má til dæmis finna heilræði, bænavers, ádeilu og náttúrulýsingar, auk þekktra erinda úr Passíusálmunum.