Höfundur: James C. Humes

Churchill

Stjórnvitringurinn framsýni

Winston Churchill er eini stjórnmálaleiðtogi mannkynssögunnar sem „hefur átt sína eigin kristalkúlu,“ sagði Richard Nixon Bandaríkjaforseti. Churchill bjó nefnilega yfir einstakri gáfu til að sjá fram í tímann og spá fyrir um óorðna hluti. Að baki bjó yfirgripsmikil söguþekking hans, víðtæk reynsla og óvenjulegt hugarflug og innsæi.