Höfundur: Jo Nesbø

Kóngsríkið 2 Kóngurinn af Ósi

Veldi bræðranna Carls og Roy Opgard riðar til falls þegar erkióvinur þeirra, lögreglustjórinn Kurt Willumsen, hefur fundið nýja tækni sem hann telur geta sannað sekt þeirra í óupplýstum morðum fortíðar. Óveðurskýin – og líkin – hrannast upp og bræðurnir lenda í blóðugu kapphlaupi við réttvísina. Mögnuð saga eftir meistara norrænu glæpasögunnar.

Rottueyjan og fleiri sögur

Fimm hrollvekjandi framtíðarsögur eftir krimmakónginn Nesbø. Veröld sagnanna er framandi og uggvænleg en mannlegt eðli er þó samt við sig. Ást og afbrýði, græðgi og þrá stýra gjörðum persónanna og grimmd og gæska togast á í sálarlífi þeirra. En þótt frásagnirnar séu myrkar og hryllingurinn skefjalaus lifir vonin um að mennskan sé seigasta aflið.

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Blóðmáni Jo Nesbø Forlagið - JPV útgáfa Harry Hole ætlar að drekka sig í hel því líf hans er í rúst. Þegar velgjörðarkona hans lendir í klandri ákveður hann að bjarga henni og á sama tíma fær hann tilboð um að vinna fyrir norskan auðmann. Tvær konur hafa fundist myrtar og er hann meðal grunaðra. Harry hefur nauman tíma til að leysa málið og flestir í lögreglunni eru andsnúnir honum.
Fulltrúi afbrýðinnar og fleiri sögur Jo Nesbø Forlagið - JPV útgáfa Sjö eitursnjallar glæpasmásögur eftir norska krimmakónginn Nesbø. Sterk persónusköpun, hugvitssamar sögufléttur og óvænt endalok einkenna þessar knöppu og vel byggðu frásagnir – sögumennirnir leyna á sér. Í brennidepli eru heitar tilfinningar og mannlegir brestir: afbrýðisemi, þrá, óþol og ótryggð. Grípandi sögur sem koma rækilega á óvart.