Höfundur: Örn Sigurðsson

Vörubílar og vinnuvélar

Velkomin í heim vörubíla og vinnuvéla sem hafa aðstoðað við ýmis verk í meira en hundrað ár. Án grafa og vinnuvéla væru engir góðir vegir í sveitum eða götur og gangstéttir í borgum. Öflugir vinnubílar hjálpa til við að flytja vörur og sorp, ryðja snjó og slökkva elda. Bók sem hittir í mark hjá öllum sem hafa áhuga á stórum tækjum!

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Bílamenning Akstursgleði liðinnar aldar í máli og myndum Örn Sigurðsson Forlagið - JPV útgáfa Ómissandi verk fyrir alla bílaáhugamenn. Hér eru bílar almennings, lögreglu og slökkviliðs; trukkar jafnt sem eðalvagnar, jeppar, vörubílar og húsbílar. Fjallað er um fjölmargt tengt bílum, svo sem bensín- og smurstöðvar, verkstæði, hjólhýsi og leikföng, að ógleymdri vega- og gatnagerð. Bókina prýða rúmlega þúsund ljósmyndir. Sannkallað stórvirki!
Bílar í lífi þjóðar Örn Sigurðsson Forlagið - JPV útgáfa Einstök gjafabók sem bregður skýru ljósi á samband Íslendinga við bílinn, þennan þarfasta þjón sem greitt hefur götu og létt störf, opnað landið og veitt ferðafrelsi. Yfir 900 ljósmyndir og ómetanlegur fróðleikur um flest það sem tengist bílnum og þjóðfélaginu sem hann tók þátt í að byggja upp. Sannkallaður ljósmyndafjársjóður!