Leyndarmál Lindu 10
Sögur af ekki-svo frábærri hvolpafóstru
Linda og bestu vinir hennar fara út í leyniverkefni: að bjarga sjö hvolpum og Móru mömmu þeirra. Til þess þarf Linda að fela hundana fyrir foreldrum sínum! Bækurnar um Lindu hafa slegið í gegn og setið á metsölulistum víða um heim um árabil. Fjörlegar teikningarnar og léttleikandi textinn gera lesmálið aðgengilegt og skemmtilegt.