Bréf til Láru
Meistaraverk, sem olli miklu fjaðrafoki og deilum þegar það kom út árið 1924, birtist nú í nýrri útgáfu á aldarafmælinu. Óborganlegur húmor nýtur sín hér til fulls í ádeilum Þórbergs og skopi sem beinist ekki síst að honum sjálfum. Soffía Auður Birgisdóttir ritar inngang og tekur saman ítarlegar skýringar.