Höfundur: Þórdís Gísladóttir

Aðlögun

Sjötta ljóðabók Þórdísar Gísladóttur. Aðlögun nær til þeirra eiginleika sem hafa þróast hjá lífverum og auka möguleika þeirra á að lifa af og fjölga sér í tilteknu umhverfi. Aðlögun getur tekið á sig ýmsar myndir, svo sem líkamlegar breytingar, hegðunarbreytingar eða breytt mynstur hringrásar lífsins.

Æska

Annar hlutinn í endurminningaþríleik. Tove segir frá fyrstu fullorðinsárum sínum þegar hún fer út á vinnumarkaðinn, flytur að heiman, trúlofast og vinnur að því að fá ljóð sín gefin út. Með húmor og einstakri næmni lýsir hún samskiptum kynjanna og hvernig stéttaskipting og áhersla á hefðbundin kynhlutverk leggur hömlur á möguleika kvenna.

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Aksturslag innfæddra Þórdís Gísladóttir Benedikt bókaútgáfa Sjö smásögur sprottnar úr raunveruleikanum. Við sögu kemur fjölbreyttur hópur fólks sem lesendur kannast hugsanlega við. Hér er greint frá atburðum sem gætu virst hversdagslegir og smávægilegir við fyrstu sýn en endurspegla stærri og flóknari hliðar tilverunnar.
Ljósaserían Algjör steliþjófur Þórdís Gísladóttir Bókabeitan Hver var þessi undarlegi hlutur sem krakkarnir fundu í kartöflugarðinum? Hvers vegna tók flugmaðurinn hann af þeim og lét þau fá lakkrískonfekt í staðinn? Hvernig eiga þau að endurheimta hlutinn? Spennandi, fyndin, vonandi dálítið fróðleg en samt aðallega ævintýralega hversdagsleg saga! Myndir eftir Þórarin Má Baldursson.
Bernska Tove Ditlevsen Benedikt bókaútgáfa Tove Ditlevsen ólst upp í verkamannafjölskyldu á Vesturbrú í Kaupmannahöfn. Hún þykir með merkari höfundum Dana og hefur notið vinsælda hjá mörgum kynslóðum. Verk hennar gefa einstaka innsýn í líf kvenna á 20. öld og eru nú lesin sem sígildar bókmenntir. Bernska er fyrsti hlutinn í endurminningaþríleik en Gift, lokahlutinn, er þegar kominn út.
Gift Tove Ditlevsen Benedikt bókaútgáfa Tove Ditlevsen (1917-1976) var einn merkari höfunda Dana á síðustu öld. Elskuð af lesendum hlaut hún fjölda verðlauna fyrir verk sín en hún fékk oft harða útreið hjá gagnrýnendum sem margir töldu hana of opinskáa um einkalíf sitt. Verk Tove Ditlevsen þykja gefa einstaka innsýn í líf kvenna á 20. öld. Eitt hennar sterkasta verk í nýrri þýðingu.
Nú er nóg komið! Hildur Knútsdóttir og Þórdís Gísladóttir Forlagið - JPV útgáfa Þó að Vigdís Fríða þurfi að húka heima í sóttkví má alltaf finna sér verkefni, svo sem að reka sjoppu eða njósna um nágranna sem virðast hafa eitthvað óhreint í pokahorninu. Spennandi og sprenghlægilegt sjálfstætt framhald Hingað og ekki lengra! sem var tekið fagnandi, bæði af ungum lesendum og gömlum gagnrýnendum.
Smáatriðin Ia Genberg Benedikt bókaútgáfa Smáatriðin er skáldsaga í fjórum þáttum sem lýsir fáeinum manneskjum og óteljandi smáatriðum. Saga um afhjúpandi samskipti, stórar tilfinningar og forvitnilegt fólk. Veröld sem lesandinn mun sakna um leið og síðasta blaðsíðan er lesin.